Já... ekki vitlaust... en hvernig???

Ég sé ekkert að því að takmarka útlendingaflæði hingað til lands. Ekki er ég rasisti eða neitt á þann veg. Þó vil ég gjarnan að menning okkar og lífsmunstur haldist eins og um getur. Þá á ég við að það getur alltaf myndast togstreyta milli mismunandi þjóðarviðhorfa, og þess vegna myndi ég vilja sjá herta löggjöf.

Hins vegar er það ekki í mínu valdi né löggjafans að breyta því sem nú er uppi á teningnum. Seinast þegar ég gáði þá var fjórfrelsi (Frjáls flutningur vöru, fólks, þjónustu og fjármagns) hér á landi og einn af þeim þáttum er frjálst flæði fólks.

Mér þætti gaman að vita hvaða hugmyndir þeir hefðu til að breyta EES löggjöfinni, eða herða reglurnar þannig að það stangist ekki á EES löggjöfina.

Mér þætti það alveg frábært ef einhver gæti mögulega bent á einhverja RÖKRÉTTA leið í þessum málum!


mbl.is Meirihluti hlynntur hertum reglum um landvist útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Bíddu, bíddu, ertu farinn að blogga hér?
En ég er alveg sammála. Það þurfa að vera einhverjar reglur eða hömlur. Alveg fáránlegt að allir geta fluttst hingað, glæpamenn og annar ólýður

Josiha, 17.4.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband