Stundum skil ég ekki...

...hvernig stjórnarandstæðan túlkar hluti. Hvernig í ósköpunum geta þeir séð slæmt út úr því að 89,7% landsmanna finnst þeir búa við sömu kjör eða betri ef tekin eru síðustu fjögur árin (var að lesa nokkur blogg)?

10,3% segja hana hafa versnað... eru það ekki bara þeir sem kjósa Vinstri Græna, kannski einstaka útþaninn S maður, og sjá ekki sólina fyrir Steingrími. Svo ég tala nú ekki um flissið og vitleysuna í Ingibjörgu! Ef Össur væri í brúnni hefði flokkurinn minnsta kosti ekki misst fylgi út af vanhæfum leiðtoga!

Hehehe... svo sem ekki málefnalegt að segja svona, en hvað um það, þetta eru nú frontar þessara flokka. Þeir hljóta að hafa breytt bak, annars eiga þeir ekkert heima þarna!!!

En það er bara ekki hægt að líta á þessa könnun öðrum augum en svo að þjóðin er sátt við hvernig fjármálin standa hjá sér... í það minnsta að þau séu ekki að versna, og þá frekar að batna en hitt. Frábærar fréttir og verð ég að hrósa D og B fyrir gott starf.


mbl.is Meirihluti segir afkomu sína hafa batnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fer þetta ekki allt eftir því hver sé um heilaþvottinn? Mér sýnist þú vera hvítþveginn. Annnars ætla ég að vera saurugur og skila auðu.

Egill Harðar (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 04:31

2 Smámynd: GK

Það eru bara ekki allir jafn vel gefnir og þú, Jacob minn.

GK, 21.4.2007 kl. 11:14

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þú þarft að lesa þetta.

Tómas Þóroddsson, 24.4.2007 kl. 00:44

4 Smámynd: mojo-jojo

shit veit maður ekkert hvað maður á að kjósa. Finnst samt eitt skrítið ég var að horfa á einhvern umræðu þátt með Árna Matt, Bjarna Harðar, Björgvin, einhverri kellingu og einhverjum tveim öðrum köllum sem ég man ekki hvað hétu, og stjórnendur þáttarins sýndu niðurstöðu úr könnun sem lögð var fyrir stjórnmálaflokkana, og var ein spurningin eitthvað um hvort það þurfi umbætur í menntamálum og ef svo er hverjar þá, og allir flokkarnir svöruðu játandi en það sem mér fannst skrítið er að það sem flokkarnir vildu breyta snérist eitthvað um listir og samræmd próf, ekkert var minnst á að bæta kjör þeirra iðnnema sem þurfa að vera á lúsalaunum í 3 til 4 ár og enginn segir neitt við því.

Afsakaðu hvað þetta er langt komment, varð bara allt í einu að skrifa þetta

mojo-jojo, 24.4.2007 kl. 21:13

5 Smámynd: GK

Já, gott komment Jói.

GK, 26.4.2007 kl. 00:07

6 Smámynd: Jakob

já... einmitt! Ég myndi reyna að koma þessari skoðun á framfæri. Ég hef ekkert heyrt talað um þetta heldur í neinni stjórnmálaumræðu! Góður punktur!

Jakob, 26.4.2007 kl. 11:21

7 Smámynd: Tómas Þóroddsson

mojo-jojo. Ég skil þig 100 %

Tómas Þóroddsson, 27.4.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband